Um okkur
Markmið okkar
Að vera foreldri er merkilegt ferðalag þar sem skiptast á skin og skúrir. Oft er sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og það er mikill sannleikur í því.
Árið 2018 urðu ORAN BOOKS hluti af þessu þorpi! Það gerðum við með því að styðja foreldra í að eiga gott samband við börnin sín. Það er okkar ósk að börn geti lært að vera meðvituð um eigin tilfinningar og að þau geti alist upp við að það sé sjálfsagt að tala um tilfinningar við foreldra og vini. Það þykir okkur mikilvægt í hraða samfélagsins þar sem kvíði og þunglyndi er því miður algengt meðal unglinga og fullorðinna.
Sagan okkar
Hiroe Terada, Ph.D., stofnandi ORAN BOOKS, lærði þroskasálfræði og vissi hversu mikilvægt samband barns við foreldra og aðra umönnunaraðila væri. Einnig að góður félags- og tilfinningaþroski skipti miklu máli fyrir vellíðan barnsins yfir höfuð.
Sem móðir tveggja barna vissi Hiroe líka að það er ekki endilega sjálfgefið að geta myndað djúp tengsl við tilfinningar barnsins. Hún vissi að ein góð leið til þess væri í gegnum bækur en fann fáar bækur fyrir ung börn sem fjölluðu um tilfinningar. Vegna þess að nýlegar rannsóknir hafa gefið til kynna að nokkurra vikna gömul börn sýni viðbrögð við tilfinningum annarra byrjaði Hiroe að búa til ORAN og GUTAN bókaflokkinn sem svo sannarlega fjallar um tilfinningar. Síðar stofnaði hún útgáfufyrirtækið ORAN BOOKS og hóf, auk ORAN og GUTAN, útgáfu annarra bóka sem henni þótti tilvaldar fyrir foreldra, kennara og þau sem sjá um börn til að opna inn á samtal um tilfinningar við börn.
Hiroe í fjölmiðlum: https://www.mannlif.is/
Lesendur skipta okkur máli
Þau sem lesa bækurnar okkar skipta okkur máli. Þess vegna viljum við bjóða upp á bækur af hæsta gæðaflokki sem eru líka skemmtilegar. Áður en útgáfa getur átt sér stað förum við í gegnum heilmikið ferli þar sem bækurnar eru skoðaðar og lesnar yfir af fólki sem vinnur með börnum (t.d. foreldrum, leikskólakennurum, talmeinafræðingi) og einnig fáum við skoðanir frá börnum. Við erum þakklát fyrir viðbrögðin sem við höfum fengið frá foreldrum, kennurum og börnum hingað til og við skuldbindum okkur til að bjóða fram efni sem gagnast öllu samfélaginu í átt til betri geðheilsu.
Þjónusta til samfélagsins
Við viljum leggja eitthvað til samfélagsins með því að gefa börnum tækifæri til að tala um tilfinningar, bæði við annað fólk og líka þannig að þau geti skoðað sínar eigin tilfinningar. Þess vegna er kennsluefnið okkar aðgengilegt á netinu. Sumt af efninu er hægt að nota hliðstætt bókunum okkar. Annað efni (t.d. tónlist, útprent, föndurhugmyndir) er hægt að nota eitt og sér. Fylgið slóðinni www.oran.is/kenna til að finna efnið.
|
|