Vellíðan barna er okkar hjartans mál

HIROE TERADA

Árekstrar tilfinninga eru náttúrulegur hluti af barnauppeldi og tilfinningaþrungin
augnablik veita foreldrinu dýrmæt tækifæri til að rækta tengsl við barnið sitt.

Þetta upplifði Hiroe þegar hún sá órangútan móður og unga saman í dýragarði 2017. Unginn stríddi móður sinni stöðugt jafnvel þegar móðirin brást við með ströngu augnaráði og látbragði í hvert skipti. Á þessum tíma leið Hiroe illa yfir því að eldra barnið hennar, þá þriggja ára, ætti erfitt með að hætta að stríða þótt það væri beðið um það. Yngra barnið hennar vældi líka oft. Ekkert virtist veita því ánægju en þó vildi það eitthvað. Þegar
hún fór að líta á þessar erfiðu stundir sem náttúrulegan hluta af samskiptum gat
hún séð þær sem tækifæri til að mynda sterkari tengsl við börnin sín.

Hiroe fæddist í Sapporo í Japan árið 1978 en hefur búið á Íslandi síðan 2003. Hún
lauk doktorsprófi í menntavísindum frá Háskóla Íslands árið 2017. Hún hafði áður lokið BA-prófi í alþjóðafræðum frá University of California, Berkeley árið 2001 og M.Ed. prófi
í alþjóðlegum menntavísindum frá Graduate School of Education, Harvard háskóla
árið 2003. Hún starfaði sem verkefnastjóri hjá íslensku menntasamtökunum
á árunum 2003-2005 en fór svo að vinna á leikskóla sem
verið var að opna í Garðabæ og starfaði þar í ellefu ár.

Hún býr nú í Reykjavík og gefur sér góðan tíma til að læra að skilja börnin sín tvö
betur. Hún vonast til að bækurnar hennar gefi þér og börnunum þínum
ánægjulegar stundir og veiti ykkur gagnkvæman skilning.