Fyrir lítil börn er heimurinn STÓR og fullur af flóknum aðstæðum sem vekja upp tilfinningar sem erfitt getur verið að ráða við.
Þegar við reynum að hugga börn með því að segja „þetta verður allt í lagi!“ er það eins og plástur sem virkar um stund en til að komast í gegnum það sem er erfitt þurfa börnin að finna að innra með þeim sjálfum hafi þau öryggið sem þarf til að ráða við tilfinningarnar og aðstæðurnar.
Skoðaðu myndirnar í bókinni með börnunum þínum og efldu hjá þeim sjálfsbjargarviðleitni með því að ræða um myndirnar. Hjálpaðu þeim að átta sig á að þau hafa styrkinn til að vinna úr tilfinningum þannig að þau jafni sig að nýju.
Æfðu hugarperluna “Það verður allt í lagi með mig!” með börnunum þínum, þangað til að hún verður að hugsun sem kemur af sjálfu sér.
Texti: Laurie Wright
Íslensk þýðing: Þórdís Bjarney Hauksdóttir
Tónlist: Jón Valur Guðmundsson