Að öðlast trú á sjálfan sig kemur ekki af sjálfu sér.
Hér er leyndarmál: Allir, ekki bara börn, velta fyrir sér hvort þeir séu nógu góðir, sterkir eða klárir á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Allir munu einhvern tímann efast um hvort þeir ráði við verkefnin sem lífið felur í sér.
Styrktu sjálfstraust barns þíns eða nemanda með því að lesa um Petru. Sjáðu hvernig hún tekst á við aðstæður sem skapa “STÓRAR” tilfinningar og hvernig henni tekst að hafa trú á sjálfri sér.
Börn þurfa aðstoð okkar við að læra að takast á við erfiðar tilfinningar. Gefðu barninu í lífi þínu tækifæri til að læra að hafa trú á eigin hæfni og búðu það undir að hafa sjálfstraust sem fararnesti í gegnum allt lífið.
Þessi bók gagnast bæði foreldrum og kennurum til að fást við þetta mikilvæga verkefni, að aðstoða börn til aukins sjálfstrausts.
Texti: Laurie Wright
Íslensk þýðing: Þórdís Bjarney Hauksdóttir
Tónlist: Jón Valur Guðmundsson