Vellíðan barna er okkar hjartans mál

Bókapakki: Nýjar bækur
Bókapakki: Nýjar bækur
Bókapakki: Nýjar bækur

Bókapakki: Nýjar bækur

Listaverð
6.440 kr
Söluverð
1.890 kr
VSK innifalinn

Stórfenglegasta undrið

Dag einn fær stúlka nokkur frábæra hugmynd. Með hjálp frá sínum dygga aðstoðarmanni ætlar hún sér að skapa STÓRFENGLEGASTA UNDRIÐ! Hún veit upp á hár hvernig það skal líta út. Hún er með það á hreinu hvernig það mun virka. Ekkert mál! En að skapa stórfenglegasta undrið reynist flóknara en hún bjóst við. Hún mælir, neglir, festir og lagfærir aftur og aftur, en verkið verður aldrei alveg rétt. EF AÐEINS ÞAÐ MYNDI VIRKA!
Snjöll, einlæg og skondin myndgerving tilfinninga sem við könnumst öll við.
Saga Ashley Spires veitir lesendum og áheyrendum stórfenglegasta undrið: getuna til að skoða veröldina frá mismunandi sjónarhornum!

Eftir Ashley Spires

4-8 ára

Bls. Fjöldi: 36

Íkorninn óttaslegni

Hér er saga mín í hnotskurn: Ég yfirgef ALDREI hnetutréð mitt.
Heimurinn í kring er of hættulegur. Ég gæti orðið fyrir barðinu á veirum, brenninetlum eða hákörlum. Ef hætta er á ferðum er ég við öllu búinn. Ég er með sótthreinsandi sápu, plástur og fallhlíf. Það fer allt úr skorðum síðar í bókinni þegar ég neyðist til að yfirgefa tréð mitt vegna illskeyttrar boðflennu!
Lifi ég það af? Mun sú reynsla breyta lífi mínu? Mun ég uppgötva hvað býr í sjálfum mér?
LESTU ÁFRAM TIL AÐ FINNA SVÖRIN VIÐ ÞESSUM SPURNINGUM.

Eftir Mélanie Watt

Íslensk þýðing: Þórdís Bjarney Hauksdóttir

4-8 ára

Bls. Fjöldi: 40

Útgáfuár: 2021